Mygla (2021)
Smásögur og pistlar
eftir Magnús Thorlacius
Ýtið á myndirnar til að lesa og hlusta!
Mygla tekur á sig margar myndir. Oft lætur hún lítið fyrir sér fara þangað til hún hefur hreiðrað vel um sig og er orðin of stór til að hefðbundnar viðgerðir dugi til að hreinsa hana í burtu. Þá þarf að rífa heilu veggina niður, jafnvel heilu húsin. Einkenni myglu eru meðal annars sorg, slappleiki, martraðir, ólögleg skriðdýr og langvarandi hálsbólga. Mygla myndast einkum í þegar þétting verður á tilfinningalífi, tár komast ekki út og illa er gengið frá gömlum sárum. Mikill miskilningur er að mygla myndist einungis í gömlum húsum, en oftar en ekki mygla glænýjar byggingar vegna fljótfærnis og græðgi í fyrstu skrefum byggingarferlis. Þá er rétt að árétta að ákveðnar rakaskemmdir hafa fengið að grassera um bæinn í of langan tíma ...
„Mygla” er smásagna- og pistlahefti eftir Magnús Thorlacius. Frábært fólk hefur ljáð sögunum og persónum þeirra rödd sína í formi hljóðbókar. Einnig hafa vel valdir listamenn hannað undurfagrar kápur fyrir textana, en hafið varann á, því mygla er ekkert grín. Hún gæti leynst djúpt í sálarlífi þínu, og náð marga ættliði aftur í tímann. Hver veit nema það leynist mygla heima hjá þér?
Verkefnið er unnið í samstarfi við Skapandi sumarstörf í Kópavogi 2021.
Pistlarnir fengu framhaldslíf í Lestinni á Rás 1, lesa má meira um það hér.