Kópavogur grætur (2021)

Pistlar eftir Magnús Thorlacius

 
Lestin2.png
 

Magnús Thorlacius rannsakar sjálfsmynd Kópavogs í pistlaröð í Lestinni á Rás 1. Hann skoðar atburði í sögu bæjarfélagsins og kennileiti þess út frá óvæntum sjónarhornum og setur niðurstöður sínar í samhengi í fjórum hlutum.

 
 

Skítalækurinn í Kópavogi

Í fyrsta pistli Magnúsar um sjálfsmynd Kópavogsbæjar er Kópavogslækur tekinn fyrir. Við lítum ofan í lækinn og ferðumst aftur í tíma, alla leið til Kópavogsfundarins árið 1662.

Pistillinn var fluttur í Lestinni á Rás 1, 1. september 2021.


Wuhan er vinabær Kópavogs

Vinabæir Kópavogs eru til umræðu í öðrum pistli Magnúsar um sjálfsmynd bæjarfélagsins. Og þá sér í lagi hvernig standi á því að Wuhan, 11 milljón manna borg hinum megin á hnettinum, sé á lista yfir vinabæi Kópavogs.

Pistillinn var fluttur í Lestinni á Rás 1, 7. september 2021.


Kópavogur á sér draum

Í þriðja pistli Magnúsar um sjálfsmynd Kópavogs er fjallað um drauminn sem blundar í maga bæjarfélagsins. Kópavogur dreymir nefnilega að einn daginn verði ekki talað um sig sem bæ, heldur borg.

Pistillinn var fluttur í Lestinni á Rás 1, 21. september 2021.


Valda álfar myglu um Kópavog?

Í fjórða og síðasta pistli Magnúsar um sjálfsmynd Kópavogs er mygla í húsnæði bæjarins tekin fyrir. Gæti verið að eitthvað æðra standi á bak við mygluna en hefðbundnar rakaskemmdir? Eitthvað sem er hulið okkur mannfólki og býr í hólum?

Pistillinn var fluttur í Lestinni á Rás 1, 30. september 2021.